Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Hrað­lestin opnar í hús­næði CooCoo‘s Nest á Granda

„Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk brjál­æðis­kast yfir frönskum kar­töflum

Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um á­fengi og til­búna rétti hafi alltaf legið fyrir

Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Joe & the Juice gefast upp á Leifs­stöð

Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sekta fimm­tán veitinga­staði í mat­höllum

Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum.

Neytendur
Fréttamynd

Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest

Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árið í ár var eitt það mest krefj­and­i í 30 ára sögu Dom­in­o‘s á Ís­land­i

Árið í ár var eitt það mest krefjandi í 30 ára sögu Domino‘s á Íslandi. Kostnaðarhækkanir voru líklega þær mestu frá því eftir hrun árið 2008, segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Áskoranir ársins fólust einna helst í því að finna jafnvægi í rekstri í gegnum mikinn aukinn launakostnað fyrri hluta árs og verulega hækkanir á öllum innkaupum beint í kjölfarið,“ segir hann.

Innherji
Fréttamynd

„Maður er af­­klæddur í for­­stofunni“

Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Paddy's fær að heita Paddy's

Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík

Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi

„Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum

„Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi

Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Opnuðu hverfisbar sem minnir á stofuna hennar ömmu

Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason opnuðu í síðuasta mánuði nýjan bar í miðbænum. Bingo Drinkery opnaði þann 9 nóvember, nákvæmlega þremur árum og einum degi eftir að fyrsti staður þeirra, Jungle Cocktail Bar, opnaði á sínum tíma.

Lífið